28.4.2008 | 21:40
Spakmæli
Undirmeðvitundin deilir ekki við þig.
Hún samþykkir það sem meðvitundin fyrirskipar.
Ef þú segir, ,,ég næ aldrei árangri''
þá mun undirmeðvitundin vinna hörðum höndum
á að láta það vera að raunveruleika.
Veldu því jákvæðar hugsanir -
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.4.2008 | 20:53
Til hamingju Hanna Þóra
Kæru ættingjar og vinir.
Ég má til með að segja ykkur frá því að ég fór í Óperuna í gær þar sem hún Hanna Þóra frænka mín (okkar) syngur eitt af aðalhlutverkunum í Cosi Fan Tutte. Og það get ég sagt ykkur að hún er sko aldeilis að standa sig vel stelpan og er fjölskyldunni til sóma. Við Erna Hafnes vorum sammála um að þó að hinir söngvararnir hafi verið góðir, hafi Hanna þóra verið LANG-LANG BEST af öllum sem þarna komu fram, hún var mjög örugg og afslöppuð á sviðinu, enda var þvílíkt mikið klappað fyrir henni í lokin. Það var mjög ánægjulegt hvað margir Skagamenn komu til að sjá þessa sýningu og er allveg örugglega mikil hvatning fyrir hana Elsku Hanna Þóra til hamingju með þessa frábæru sýningu og takk fyrir frábært kvöld ..
Svo á hann Ísak Örn afmæli í dag. Orðin fjögura ára drengurinn.. Til hamingju með afmælið elsku Ísak Örn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.4.2008 | 15:07
Aukasýning!
Jáb......
Okkur gengur svo geggjað vel með óperuna og höfum fengið svo frábæra umfjöllun að það hefur verið ákveðið að hafa aukasýningu en hún verður þriðjudaginn 15 apríl.
Fyrir þá sem ekki hafa náð að tryggja sér miða þá er þetta loka tækifæri Miðasala er á opera.is það er líka hægt að hringja
Ég kem til með að syngja þessa sýningu
Söng kveðja
Hanna Þóra
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.4.2008 | 11:35
Alþjóðlegt vandamál
Nýlega sendu Sameinuðu þjóðirnar eftirfarandi beiðni til þjóða heims:
"Viljið þið vinsamlegast gefa okkur heiðarlega skoðun ykkar á því hvaða lausn kæmi helst til greina til að koma í veg fyrir matarskort um allan heim."
Svörin komu mjög á óvart - eða hvað finnst ykkur?
- Afríkubúar vissu ekki hvað orðið "matur" þýddi.
- Austur-Evrópumenn skildu ekki orðið "heiðarlega"
- Vesturlandabúar ekki orðið "skortur".
- Í Kína vandræðuðust menn með orðið "skoðun".
- Í Miðausturlöndum ríkti óvissa með orðið "lausn".
- Í Suður-Afríku klóruðu menn sér í kollinum yfir orðinu "vinsamlegast".
- Í Bandaríkjunum vissi enginn hvað "um allan heim" þýddi.
30.3.2008 | 18:16
Cosí fan tutte!
Sæl og blessuð kæra familia!
Nú líður að frumsýningu á Cosí fan tutte eftir Mozart í íslensku óperunni.En ég hef verið á ströngum æfingum síðustu 6 vikurnar. Undirbúningurinn fram að sviðsæfingum var 3 mánuðir. Þetta er búið að vera geggjað ferðalag og æðisleg upplyfun Ég syng eitt af aðalhlutverkunum en það er hlutverk fiordiligi,geggjað flott hlutverk,er nánast alltaf á sviði Mig langar að sjálfsögðu að hvetja ykkur kæru ættingjar til að koma og sjá mig á sviði,og stiðja við bakið á mér með því að vera á staðnum. Það er ómetanleg tilfining að vita að það er fólk í salnum sem er sérstaklega komið til að horfa á sig(Þið vitið jú hvað ég er athyglissjúk) Sýningar verða samtals fjórar. Þar sem við erum tvær sem fáum að spreyta okkur á hlutverki fiordiligi þá syngjum við tvær sýningar hvor. Ég syng aðra sýningu sem er 9 apríl og lokasýningu sem er 13 apríl. Gallinn við þetta er að önnur sýning er lokuð þar sem glitnir hefur keypt hana alla. Nú þá er ekkert annað í stöðunni en að panta bara miða á lokasýninguna. Ef miðasala verður góð þá verður 5.sýningunni bætt við en ég kæmi til með að syngja hana,en alls ekki treysta því. Verði frekar dugleg að panta miða núna og þá fæ ég þriðjusýninguna. Þetta er allra flottasta óperuuppfærsla sem sett hefur verið upp í óperustúdíói Íslensku óperunnar,það er engu við sparað. Og þeir sem komið hafa nálægt þessu, ljósahönnuður,búningahönnuður,leikmyndahönnuður og leikstjóri og að sjálfsögðu allir þeir sem starfa við íslensku óperuna hafa gert þetta sem flottast fyrir okkur söngvarana. Frábært tækifæri fyrir okkur sem erum að feta okkar fyrstu skref og ég tel mig vera svakalega heppna að hafa fengið þetta tækifæri því það eru ekki margir sem hafa kost á því Cosí fan tutte er tilvalin ópera fyrir byrjendur létt og skemmtileg. Og þið þurfið ekki að hafa áhyggju af því að skilja ekkert því þetta er allt sett upp í textavél og einig er hægt að lesa sig til um sögðuþráðinn í leikskrá eða inn á vef íslensku óperunnar sem er www.opera.is Miðaverð er í algjöru lágmarki eða aðeins 1000 kr og það er hægt að panta á vefnum eða hringja. Miðasala er opin alla daga. Nú er bara að skella sér í Óperuna og sjá Hönnu frænku ásamt öðrum glæsilegum söngvurum
Hlakka til að sjá ykkur sem flest
Knús og kossar
Hanna Þóra
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.3.2008 | 10:57
Góðir páskar
Jæja kæra frændfólk - best að sýna gott frumkvæði og henda hér inn nokkrum línum.
Páskarnir voru rosalega fínir hjá mér og minni fjölskyldu. Þetta voru fyrstu páskarnir síðan Þuríður mín fæddist sem við vorum "bara" heima. Já við höfum alltaf verið á einhverjum bölvuðum þvælingi (erum nokkuð öflug í því skal ég segja ykkur) hingað og þangað. Eina páskana vorum við á Mallorca og alla aðra páska höfum við verið einhversstaðar í sumarbústöðum, oftast einhversstaðar á suðurlandinu.
En þó að við höfum "bara" verið heima þessa páskana þá höfðum við sko nóg að gera. Á fimmtudag fórum við Áslaug í bíó með öll börnin, ég var nú ekkert sérstaklega bjartsýnn á að Theodór minn gæti haldið þetta út þar sem reynslan gaf ekki góða von, en hann sló mig svo sannarlega út af laginu og sat í fanginu á mömmu sinni alla myndina og hafði bara mjög gaman af - þau eru svo sannarlega lagin við að koma manni á óvart þessi kríli.
Á föstudaginn langa notuðum við svo góða veðrið og fórum út að hjóla, úff..... maður þarf sko eiginlega að fara að koma sér í betri æfingu. Tveggja tíma hjólreiðatúr með smá viðkoma í hesthúsahverfi Fáks í Víðidalnum en þar hittum við félaga okkar úr SKB. Oddný og Þuríður voru sko ekkert hræddar og klöppuðu hestunum en kjarkur drengsins var eitthvað minni og vildi hann bara vera í fangi Áslaugar á þessu stutta stoppi. Svo um kvöldið fengum við páskalamb hjá tengdó og var það mál manna að þar hefði verið á borðum eitthvað það besta svínslæri sem eldað hafði verið á dragó.
Á laugardeginum var svo brugðið undir sig betri fætinum og kíkt á skagann þar sem Slauga mín eldaði dýrindis kjúklingasúpu og krakkarnir léku sér sem mest þau máttu.
Á sjálfan páskadaginn var að sjálfsögðu efst á baugi súkkulaðiát og var það samdóma álit okkar hjóna að frumburður okkar átti sérstaklega góðan dag þar sem hún laumaði sér inn í herbergið okkar, undir sæng og hámaði þar í sig um það bil helminginn af nóa eggi númer fjögur. Sannarlega góður áfangi þar sem stúlkan hefur verið að léttast undanfarna mánuði og má eiginlega ekki við því að missa meira. Hver biti er því dýrmætur og gleðilegur í huga okkar foreldranna (og sjálfsagt í huga fleirri).
Á páskadag skelltum við okkur líka í sund og sýndu þær systur gríðarlega góða takta sem minntu á ónefndan skagamann á árum áður - skildi Helgi vita af þessu?
Á annan í páskum var svo aftur farið í bíó, reyndar í tvennu lagi þar sem Þuríður fór með ömmu nöfnu sinni, afa Guðbrandi og nokkrum hressum frændsystkinum en Oddný Erla mín fékk að fara með pabba sínum að sjá undrahundinn og var hún sko alveg rosalega ánægð með það að fá smá pabbastund alveg ein. Þessari miklu áthelgi var svo slúttað heima í sveitinni í gær þar sem tengdó komu og fengu kjúlla ala Áslaug. Ég verð samt að segja að ég held ég þurfi ekki að borða í viku, ég er svo saddur eftir þessa helgi - geri nú samt ráð fyrir að Áslaug komi með eitthvað handa mér í hádeginu :)
Uppúr stendur að börnin fengu svo sannarlega eitthvað fyrir sinn snúð þessa helgina og slagorðið "gaman saman" átti svo sannarlega við.
Þuríður mín er alltaf að "toppa" sjálfa sig - get ekki líst því hvað það er gaman að sjá hana taka hvert þroskastökkið á fætur öðru og alltaf er hún að sýna á sér nýja hlið.
góðar stundir.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 11:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.3.2008 | 23:41
Efnileg myndlistarkona
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.2.2008 | 21:07
Hér kemur skýringin við myndirnar frá mér
Þannig var það að nokkrum ungmeyjum í fjölskyldunni datt í hug að halda frænkupartý í haust. Þær skipulögðu þetta af sinni eistöku snild þessar elskur og ákváðu að partýið yrði haldið heima hjá mér hehe . Við söfnuðumst síðan saman eitt föstudagskvöl allar mættu með með einhverjar veitingar bæði í föstu formi og fljótandi . Skemmtum við okkur við spil og ýmsa leiki framm eftir kvöldi. Verðum endilega að endurtaka leikin í haust stelpur Þetta var svo agalega gaman rosa fjör . Strákar þið fáið ekki að vera með hehe sama hvað ykkur langar til þess ........En sem sagt myndirnar úr þessu frábæra partýi eru hér til hægri á síðunni undir nafninu Nokkrar góðar frá Sessu................ Geggjað stuð
En hvernig er þetta með hina ættingjana ætla þeir ekkert að melda sig hingað inn við erum nú aðeins fleiri en átta, eða það hélt ég ..................... Koma svoo allir og vera með Kv Sessa
Vinarljóð.
Gulli og perlum að safna sér
sumir endalaust reyna.
Vita ekki að vináttan er,
verðmætust eðalsteina.
Gull á ekkert að gefa þér
og gimsteina ekki neina,
en viltu muna að vináttan er
verðmætust eðalsteina.
Texti: Hjálmar Freys
Lag: Vem kan sigla förutanvind
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.2.2008 | 23:20
Skýring við myndir
Ég ég rakst á þetta ljóð eftir Kristján frá Djúpalæk en ég veit því miður ekki hvað það heitir. Lesið, njótið og hugsið um það
Ef öndvert allt þér gengur
og undan halla fer
skal sókn í huga hafin
og hún mun bjarga þér.
Við getum eigin ævi
í óska farveg leitt
og vaxið hverjum vanda,
sé vilja beitt.
Hvar einn leit naktar auðnir,
sér annar blómaskrúð.
Það verður, sem þú væntir,
það vex, sem að er hlúð.
Því rækta rósir vona
í reit þíns hjarta skalt,
og búast við því besta
þó blási kalt.
Þó örlög öllum væru
á ókunn bókfell skráð,
það næst úr nornaböndum
ef nógu heitt er þráð.
Þrjú orð að endurtaka,
ég er við hvert mitt spor:
fegurð, gleði, friður-
mitt faðirvor.
Kv Sessa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.2.2008 | 21:23
Myndir
Fólk má ekki gleyma sér í myndunum Það hljóta að vera til fleiri myndir af þessari fjölskyldu en í villtum partíum. Eru ekki til góðar myndir af systkynunum í afmælinu um daginn þar sem allir voru kurteisin uppmáluð. Ég ætla að reyna að láta inn mynd af mömmu, sjáum til hvort það tekst.
Mangi
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar