Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Alþjóðlegt vandamál

Nýlega sendu Sameinuðu þjóðirnar eftirfarandi beiðni til þjóða heims:

"Viljið þið vinsamlegast gefa okkur heiðarlega skoðun ykkar á því hvaða lausn kæmi helst til greina til að koma í veg fyrir matarskort um allan heim." 

Svörin komu mjög á óvart - eða hvað finnst ykkur?

  • Afríkubúar vissu ekki hvað orðið "matur" þýddi.
  • Austur-Evrópumenn skildu ekki orðið "heiðarlega"
  • Vesturlandabúar ekki orðið "skortur".
  • Í Kína vandræðuðust menn með orðið "skoðun".
  • Í Miðausturlöndum ríkti óvissa með orðið "lausn".
  • Í Suður-Afríku klóruðu menn sér í kollinum yfir orðinu "vinsamlegast".
  • Í Bandaríkjunum vissi enginn hvað "um allan heim" þýddi.

Góðir páskar

Jæja kæra frændfólk - best að sýna gott frumkvæði og henda hér inn nokkrum línum.

Páskarnir voru rosalega fínir hjá mér og minni fjölskyldu.  Þetta voru fyrstu páskarnir síðan Þuríður mín fæddist sem við vorum "bara" heima.  Já við höfum alltaf verið á einhverjum bölvuðum þvælingi (erum nokkuð öflug í því skal ég segja ykkur) hingað og þangað.  Eina páskana vorum við á Mallorca og alla aðra páska höfum við verið einhversstaðar í sumarbústöðum, oftast einhversstaðar á suðurlandinu.
En þó að við höfum "bara" verið heima þessa páskana þá höfðum við sko nóg að gera.  Á fimmtudag fórum við Áslaug í bíó með öll börnin, ég var nú ekkert sérstaklega bjartsýnn á að Theodór minn gæti haldið þetta út þar sem reynslan gaf ekki góða von, en hann sló mig svo sannarlega út af laginu og sat í fanginu á mömmu sinni alla myndina og hafði bara mjög gaman af - þau eru svo sannarlega lagin við að koma manni á óvart þessi kríli.
Á föstudaginn langa notuðum við svo góða veðrið og fórum út að hjóla, úff..... maður þarf sko eiginlega að fara að koma sér í betri æfingu.  Tveggja tíma hjólreiðatúr með smá viðkoma í hesthúsahverfi Fáks í Víðidalnum en þar hittum við félaga okkar úr SKB.  Oddný og Þuríður voru sko ekkert hræddar og klöppuðu hestunum en kjarkur drengsins var eitthvað minni og vildi hann bara vera í fangi Áslaugar á þessu stutta stoppi.  Svo um kvöldið fengum við páskalamb hjá tengdó og var það mál manna að þar hefði verið á borðum eitthvað það besta svínslæri sem eldað hafði verið á dragó.
Á laugardeginum var svo brugðið undir sig betri fætinum og kíkt á skagann þar sem Slauga mín eldaði dýrindis kjúklingasúpu og krakkarnir léku sér sem mest þau máttu.
Á sjálfan páskadaginn var að sjálfsögðu efst á baugi súkkulaðiát og var það samdóma álit okkar hjóna að frumburður okkar átti sérstaklega góðan dag þar sem hún laumaði sér inn í herbergið okkar, undir sæng og hámaði þar í sig um það bil helminginn af nóa eggi númer fjögur.  Sannarlega góður áfangi þar sem stúlkan hefur verið að léttast undanfarna mánuði og má eiginlega ekki við því að missa meira.  Hver biti er því dýrmætur og gleðilegur í huga okkar foreldranna (og sjálfsagt í huga fleirri). 

paskamynd

Á páskadag skelltum við okkur líka í sund og sýndu þær systur gríðarlega góða takta sem minntu á ónefndan skagamann á árum áður - skildi Helgi vita af þessu?
Á annan í páskum var svo aftur farið í bíó, reyndar í tvennu lagi þar sem Þuríður fór með ömmu nöfnu sinni, afa Guðbrandi og nokkrum hressum frændsystkinum en Oddný Erla mín fékk að fara með pabba sínum að sjá undrahundinn og var hún sko alveg rosalega ánægð með það að fá smá pabbastund alveg ein.  Þessari miklu áthelgi var svo slúttað heima í sveitinni í gær þar sem tengdó komu og fengu kjúlla ala Áslaug.  Ég verð samt að segja að ég held ég þurfi ekki að borða í viku, ég er svo saddur eftir þessa helgi - geri nú samt ráð fyrir að Áslaug komi með eitthvað handa mér í hádeginu :)

Uppúr stendur að börnin fengu svo sannarlega eitthvað fyrir sinn snúð þessa helgina og slagorðið "gaman saman" átti svo sannarlega við.

Þuríður mín er alltaf að "toppa" sjálfa sig - get ekki líst því hvað það er gaman að sjá hana taka hvert þroskastökkið á fætur öðru og alltaf er hún að sýna á sér nýja hlið.

góðar stundir.


Myndir

Fólk má ekki gleyma sér í myndunum Það hljóta að vera til fleiri myndir af þessari fjölskyldu en í villtum partíum. Eru ekki til góðar myndir af systkynunum í afmælinu um daginn þar sem allir voru kurteisin uppmáluð. Ég ætla að reyna að láta inn mynd af mömmu, sjáum til hvort það tekst.

Mangi


myndir

Nú er um að gera að allir verði duglegir að finna flottar myndir,ekki síst gamlar myndir.Hef grun um að Eyþór lumi á slatta af myndum frá því í den,þannig að ef þú lest þetta Eyþór þá endilega hafðu samband. Sjálf ætla ég að leggjast yfir albúmin í næsta góða fríiSmile  Svo þurfa fleiri að vera duglegir að innskrá sig og vera virkir í þessu skemmtilega framtaki. Þá er það ekki fleira í bili kæru ættingjar,kv.ÞuraJoyful

Skoðanakönnun

Jæja kæru ættingjar, þá er ég búinn að skella inn einni skoðanakönnun svona til að kanna aðeins hversu mikið við vitum um hvort annað.
Að sjálfsögðu verða allir sem taka þátt að reyna að telja þetta saman í huganum eða með einhverjum öðrum skipulögðum hætti.  Treystið ekki á að þó einhver sé búinn að svara að hann hafi talið 100% rétt.  Tek það fram að ég hef ekki ráðfært mig við neinn varðandi þessa könnun og þvi gæti ég verið að gera vitleysu - held þó að þetta sé nokkuð nákvæmt hjá mér.  Ég ákvað telja bara afkomendur (bæti fósturbörnum við) en tengdabörnin eru ekki talin með.

Góða skemmtun.


þura prufar

er að reyna að læra á þetta kerfi

Vantar myndir

Nú langar mig til að auglýsa eftir myndum af Beitistöðum eða landinu þar í kring.  Ég ætla að nota myndina í haus hér á síðunni og svo væri líka gaman að búa til myndamöppu með myndum frá bænum og fólkinu í kringum hann, helst frá sem fjölbreyttustu tímaskeiði.  Að sjálfsögðu væri frábært að fá mynd af Beitistaðahjónunum sjálfum með einhvern flottan bakgrunn af bænum eða landinu í kring ef hún er til einhversstaðar.

Þannig að nú mættuð þið gjarnan fara að skoða myndaalbúmin ykkar og athuga hvort þið eigið ekki eitthvað af skemmtilegum myndum.  Ef þið getið þá er best að fá þær á tölvutæku formi en annars getið þið sent þær til mín og ég skanna þær inn og kem þeim svo til ykkar aftur.


og svona virkar þetta þá

Þá er ég búinn að koma þessu í rétta virkni.  Allir sem eru með bloggsíðu í gegnum moggabloggið, líkt og ég er með oskarorn.blog.is, geta fengið aðgang að annari síðu.  Þannig er ég búinn að gefa eftirtöldum aðgang til að skrá blogg og athugasemdir undir eigin nafni:
Magnús, Erna, Sessa, Áslaug.

Aðrir hafa fengið aðgang beint að Beitistaðasíðunni en það er betra ef hver er með sína síðu og svo hliðaraðgang að Beitistaðasíðunni.  Þá væri bara einn stjórnandi á síðunni og hinir geta skrifað og skrifa þá alltaf undir sínu nafni.

Í tilviki þessara færslu þá skráði ég mig inn sem oskarorn og bloggaði þetta úr mínu kerfi.

Og svo kemur nafnið mitt sjálfkrafa undir með tengil inn á mína síðu.


Snillingur

Hafið þið tekið eftir því hvað ég er mikill snilingurCool tókst þetta í fyrstu tilraun.


Frábært framtak

Hæhæ Wink

ER að prófa þetta kerfi hér. Flott framtak hjá Óskari  Grin Koma allri fjölskyldunni í loftið hehe Whistling Hvet alla til að skella sér í þetta.

Kv Sessa


Næsta síða »

Höfundur

Beitistaðafjölskyldan
Beitistaðafjölskyldan
Þessi bloggsíða mun innihalda upplýsingar um afkomendur hjónanna frá Beitistöðum, Óskars Guðmundssonar og Jóhönnu Ólafsdóttir.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband