Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
28.2.2008 | 21:07
Hér kemur skýringin við myndirnar frá mér
Þannig var það að nokkrum ungmeyjum í fjölskyldunni datt í hug að halda frænkupartý í haust. Þær skipulögðu þetta af sinni eistöku snild þessar elskur og ákváðu að partýið yrði haldið heima hjá mér hehe . Við söfnuðumst síðan saman eitt föstudagskvöl allar mættu með með einhverjar veitingar bæði í föstu formi og fljótandi . Skemmtum við okkur við spil og ýmsa leiki framm eftir kvöldi. Verðum endilega að endurtaka leikin í haust stelpur Þetta var svo agalega gaman rosa fjör . Strákar þið fáið ekki að vera með hehe sama hvað ykkur langar til þess ........En sem sagt myndirnar úr þessu frábæra partýi eru hér til hægri á síðunni undir nafninu Nokkrar góðar frá Sessu................ Geggjað stuð
En hvernig er þetta með hina ættingjana ætla þeir ekkert að melda sig hingað inn við erum nú aðeins fleiri en átta, eða það hélt ég ..................... Koma svoo allir og vera með Kv Sessa
Vinarljóð.
Gulli og perlum að safna sér
sumir endalaust reyna.
Vita ekki að vináttan er,
verðmætust eðalsteina.
Gull á ekkert að gefa þér
og gimsteina ekki neina,
en viltu muna að vináttan er
verðmætust eðalsteina.
Texti: Hjálmar Freys
Lag: Vem kan sigla förutanvind
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.2.2008 | 23:20
Skýring við myndir
Ég ég rakst á þetta ljóð eftir Kristján frá Djúpalæk en ég veit því miður ekki hvað það heitir. Lesið, njótið og hugsið um það
Ef öndvert allt þér gengur
og undan halla fer
skal sókn í huga hafin
og hún mun bjarga þér.
Við getum eigin ævi
í óska farveg leitt
og vaxið hverjum vanda,
sé vilja beitt.
Hvar einn leit naktar auðnir,
sér annar blómaskrúð.
Það verður, sem þú væntir,
það vex, sem að er hlúð.
Því rækta rósir vona
í reit þíns hjarta skalt,
og búast við því besta
þó blási kalt.
Þó örlög öllum væru
á ókunn bókfell skráð,
það næst úr nornaböndum
ef nógu heitt er þráð.
Þrjú orð að endurtaka,
ég er við hvert mitt spor:
fegurð, gleði, friður-
mitt faðirvor.
Kv Sessa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.2.2008 | 21:23
Myndir
Fólk má ekki gleyma sér í myndunum Það hljóta að vera til fleiri myndir af þessari fjölskyldu en í villtum partíum. Eru ekki til góðar myndir af systkynunum í afmælinu um daginn þar sem allir voru kurteisin uppmáluð. Ég ætla að reyna að láta inn mynd af mömmu, sjáum til hvort það tekst.
Mangi
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.2.2008 | 21:14
myndir
24.2.2008 | 10:57
Skoðanakönnun
Jæja kæru ættingjar, þá er ég búinn að skella inn einni skoðanakönnun svona til að kanna aðeins hversu mikið við vitum um hvort annað.
Að sjálfsögðu verða allir sem taka þátt að reyna að telja þetta saman í huganum eða með einhverjum öðrum skipulögðum hætti. Treystið ekki á að þó einhver sé búinn að svara að hann hafi talið 100% rétt. Tek það fram að ég hef ekki ráðfært mig við neinn varðandi þessa könnun og þvi gæti ég verið að gera vitleysu - held þó að þetta sé nokkuð nákvæmt hjá mér. Ég ákvað telja bara afkomendur (bæti fósturbörnum við) en tengdabörnin eru ekki talin með.
Góða skemmtun.
23.2.2008 | 19:53
þura prufar
23.2.2008 | 16:20
Vantar myndir
Nú langar mig til að auglýsa eftir myndum af Beitistöðum eða landinu þar í kring. Ég ætla að nota myndina í haus hér á síðunni og svo væri líka gaman að búa til myndamöppu með myndum frá bænum og fólkinu í kringum hann, helst frá sem fjölbreyttustu tímaskeiði. Að sjálfsögðu væri frábært að fá mynd af Beitistaðahjónunum sjálfum með einhvern flottan bakgrunn af bænum eða landinu í kring ef hún er til einhversstaðar.
Þannig að nú mættuð þið gjarnan fara að skoða myndaalbúmin ykkar og athuga hvort þið eigið ekki eitthvað af skemmtilegum myndum. Ef þið getið þá er best að fá þær á tölvutæku formi en annars getið þið sent þær til mín og ég skanna þær inn og kem þeim svo til ykkar aftur.
23.2.2008 | 10:47
Smá test
Jæja mig langaði til að prufa að setja inn smá færslu, er reyndar ótrúlegur klaufi í öllu svona bloggi Mér finnst þetta vera ótrúlega sniðug hugmynd að vera með svona fjölskyludsíðu, frábært framtak hjá þér Óskar minn
En mig langaði bara að benda ykkur á það kæru ættingjar að ég er búin að setja inn myndir frá þorrablótinu hér til hliðar undir myndaalbúm (Óskar gerði það reyndar fyrir mig híhí ) Ég ætla svo kannski að bæta inn fleiri myndum, tók nefnilega svo margar
En læt þetta duga í bili
Ólöf Inga ofurbloggari
p.s. allir að vera duglegir að blogga
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.2.2008 | 12:31
og svona virkar þetta þá
Þá er ég búinn að koma þessu í rétta virkni. Allir sem eru með bloggsíðu í gegnum moggabloggið, líkt og ég er með oskarorn.blog.is, geta fengið aðgang að annari síðu. Þannig er ég búinn að gefa eftirtöldum aðgang til að skrá blogg og athugasemdir undir eigin nafni:
Magnús, Erna, Sessa, Áslaug.
Aðrir hafa fengið aðgang beint að Beitistaðasíðunni en það er betra ef hver er með sína síðu og svo hliðaraðgang að Beitistaðasíðunni. Þá væri bara einn stjórnandi á síðunni og hinir geta skrifað og skrifa þá alltaf undir sínu nafni.
Í tilviki þessara færslu þá skráði ég mig inn sem oskarorn og bloggaði þetta úr mínu kerfi.
Og svo kemur nafnið mitt sjálfkrafa undir með tengil inn á mína síðu.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 12:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.2.2008 | 20:45
Snillingur
Hafið þið tekið eftir því hvað ég er mikill snilingur tókst þetta í fyrstu tilraun.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar