Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Viltu fá aðgang

Kæri ættingi,

Um síðastliðna helgi hitti ég þá ágætu menn Jón Trausta og Garðar Örn, frændur mína frá Beitistöðum.  Við borðuðum saman fína kjúklingasúpu ásamt konum okkar og börnum.  Að sjálfsögðu voru ýmis mál rædd eins og vera ber en það sem situr svolítið í mér eftir helgina er það sem við ræddum um tengslin við ættingja okkar.  Við viðurkenndum allir að við hefðum verið í þeirri stöðu að við værum ekki nákvæmlega vissir um það hvað systkinabörn foreldra okkar hefðu fyrir stafni og jafnvel að við vissum ekki hvað þau ættu orðið mikið af börnum og hvað þá nöfnin á þeim öllum. 

Þetta þykir okkur alveg ótækt og datt okkur því í hug að reyna að koma þessum hlutum í lag.  Eitt af því sem okkur datt í hug var að koma upp heimasíðu á léninu www.beitistadir.is.  Þá gætum við t.d. fengið einhvern tölvuklárann (ég veit um amk einn góðann) til að setja upp flotta síðu, sett upp flott ættartré og gert þetta svolítið skemmtilegt.  Það kostar hinsvegar einhvern penin og áður en út í það verður lagt að safna fyrir því verðum við að vera viss um að það sé áhugi fyrir því að taka þátt í þessu.  Til að prófa þetta aðeins þá ákvað ég að setja upp þessa síðu sem þú ert að lesa á núna og ætla ég að reyna að halda þessu úti án þess þó að yfirtaka algjörlega textaskrif. 

Þannig að ef þú ert að lesa þessa síðu núna, ert kominn af þeim ágætu hjónum, Óskari og Jóhönnu frá Beitistöðum og langar til að taka þátt í að gera þessa síðu að skemmtilegum vettvangi, þá hvet ég þig til að senda mér tölvupóst á oskar73@simnet.is og ég skal gefa þér aðgang að síðunni.

Kveðja
Óskar Örn Guðbrandsson


Tilraun

Hér mun verða gerð tilraun með að opna síðu hvar afkomendur hjónanna frá Beitistöðum, Óskars Guðmundssonar og Jóhönnu Ólafsdóttur, geta sagt fréttir af sér og sínum.

« Fyrri síða

Höfundur

Beitistaðafjölskyldan
Beitistaðafjölskyldan
Þessi bloggsíða mun innihalda upplýsingar um afkomendur hjónanna frá Beitistöðum, Óskars Guðmundssonar og Jóhönnu Ólafsdóttir.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband