Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
28.4.2008 | 21:40
Spakmæli
Undirmeðvitundin deilir ekki við þig.
Hún samþykkir það sem meðvitundin fyrirskipar.
Ef þú segir, ,,ég næ aldrei árangri''
þá mun undirmeðvitundin vinna hörðum höndum
á að láta það vera að raunveruleika.
Veldu því jákvæðar hugsanir -
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.4.2008 | 20:53
Til hamingju Hanna Þóra
Kæru ættingjar og vinir.
Ég má til með að segja ykkur frá því að ég fór í Óperuna í gær þar sem hún Hanna Þóra frænka mín (okkar) syngur eitt af aðalhlutverkunum í Cosi Fan Tutte. Og það get ég sagt ykkur að hún er sko aldeilis að standa sig vel stelpan og er fjölskyldunni til sóma. Við Erna Hafnes vorum sammála um að þó að hinir söngvararnir hafi verið góðir, hafi Hanna þóra verið LANG-LANG BEST af öllum sem þarna komu fram, hún var mjög örugg og afslöppuð á sviðinu, enda var þvílíkt mikið klappað fyrir henni í lokin. Það var mjög ánægjulegt hvað margir Skagamenn komu til að sjá þessa sýningu og er allveg örugglega mikil hvatning fyrir hana Elsku Hanna Þóra til hamingju með þessa frábæru sýningu og takk fyrir frábært kvöld ..
Svo á hann Ísak Örn afmæli í dag. Orðin fjögura ára drengurinn.. Til hamingju með afmælið elsku Ísak Örn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.4.2008 | 15:07
Aukasýning!
Jáb......
Okkur gengur svo geggjað vel með óperuna og höfum fengið svo frábæra umfjöllun að það hefur verið ákveðið að hafa aukasýningu en hún verður þriðjudaginn 15 apríl.
Fyrir þá sem ekki hafa náð að tryggja sér miða þá er þetta loka tækifæri Miðasala er á opera.is það er líka hægt að hringja
Ég kem til með að syngja þessa sýningu
Söng kveðja
Hanna Þóra
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.4.2008 | 11:35
Alþjóðlegt vandamál
Nýlega sendu Sameinuðu þjóðirnar eftirfarandi beiðni til þjóða heims:
"Viljið þið vinsamlegast gefa okkur heiðarlega skoðun ykkar á því hvaða lausn kæmi helst til greina til að koma í veg fyrir matarskort um allan heim."
Svörin komu mjög á óvart - eða hvað finnst ykkur?
- Afríkubúar vissu ekki hvað orðið "matur" þýddi.
- Austur-Evrópumenn skildu ekki orðið "heiðarlega"
- Vesturlandabúar ekki orðið "skortur".
- Í Kína vandræðuðust menn með orðið "skoðun".
- Í Miðausturlöndum ríkti óvissa með orðið "lausn".
- Í Suður-Afríku klóruðu menn sér í kollinum yfir orðinu "vinsamlegast".
- Í Bandaríkjunum vissi enginn hvað "um allan heim" þýddi.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar