Leita í fréttum mbl.is

Góðir páskar

Jæja kæra frændfólk - best að sýna gott frumkvæði og henda hér inn nokkrum línum.

Páskarnir voru rosalega fínir hjá mér og minni fjölskyldu.  Þetta voru fyrstu páskarnir síðan Þuríður mín fæddist sem við vorum "bara" heima.  Já við höfum alltaf verið á einhverjum bölvuðum þvælingi (erum nokkuð öflug í því skal ég segja ykkur) hingað og þangað.  Eina páskana vorum við á Mallorca og alla aðra páska höfum við verið einhversstaðar í sumarbústöðum, oftast einhversstaðar á suðurlandinu.
En þó að við höfum "bara" verið heima þessa páskana þá höfðum við sko nóg að gera.  Á fimmtudag fórum við Áslaug í bíó með öll börnin, ég var nú ekkert sérstaklega bjartsýnn á að Theodór minn gæti haldið þetta út þar sem reynslan gaf ekki góða von, en hann sló mig svo sannarlega út af laginu og sat í fanginu á mömmu sinni alla myndina og hafði bara mjög gaman af - þau eru svo sannarlega lagin við að koma manni á óvart þessi kríli.
Á föstudaginn langa notuðum við svo góða veðrið og fórum út að hjóla, úff..... maður þarf sko eiginlega að fara að koma sér í betri æfingu.  Tveggja tíma hjólreiðatúr með smá viðkoma í hesthúsahverfi Fáks í Víðidalnum en þar hittum við félaga okkar úr SKB.  Oddný og Þuríður voru sko ekkert hræddar og klöppuðu hestunum en kjarkur drengsins var eitthvað minni og vildi hann bara vera í fangi Áslaugar á þessu stutta stoppi.  Svo um kvöldið fengum við páskalamb hjá tengdó og var það mál manna að þar hefði verið á borðum eitthvað það besta svínslæri sem eldað hafði verið á dragó.
Á laugardeginum var svo brugðið undir sig betri fætinum og kíkt á skagann þar sem Slauga mín eldaði dýrindis kjúklingasúpu og krakkarnir léku sér sem mest þau máttu.
Á sjálfan páskadaginn var að sjálfsögðu efst á baugi súkkulaðiát og var það samdóma álit okkar hjóna að frumburður okkar átti sérstaklega góðan dag þar sem hún laumaði sér inn í herbergið okkar, undir sæng og hámaði þar í sig um það bil helminginn af nóa eggi númer fjögur.  Sannarlega góður áfangi þar sem stúlkan hefur verið að léttast undanfarna mánuði og má eiginlega ekki við því að missa meira.  Hver biti er því dýrmætur og gleðilegur í huga okkar foreldranna (og sjálfsagt í huga fleirri). 

paskamynd

Á páskadag skelltum við okkur líka í sund og sýndu þær systur gríðarlega góða takta sem minntu á ónefndan skagamann á árum áður - skildi Helgi vita af þessu?
Á annan í páskum var svo aftur farið í bíó, reyndar í tvennu lagi þar sem Þuríður fór með ömmu nöfnu sinni, afa Guðbrandi og nokkrum hressum frændsystkinum en Oddný Erla mín fékk að fara með pabba sínum að sjá undrahundinn og var hún sko alveg rosalega ánægð með það að fá smá pabbastund alveg ein.  Þessari miklu áthelgi var svo slúttað heima í sveitinni í gær þar sem tengdó komu og fengu kjúlla ala Áslaug.  Ég verð samt að segja að ég held ég þurfi ekki að borða í viku, ég er svo saddur eftir þessa helgi - geri nú samt ráð fyrir að Áslaug komi með eitthvað handa mér í hádeginu :)

Uppúr stendur að börnin fengu svo sannarlega eitthvað fyrir sinn snúð þessa helgina og slagorðið "gaman saman" átti svo sannarlega við.

Þuríður mín er alltaf að "toppa" sjálfa sig - get ekki líst því hvað það er gaman að sjá hana taka hvert þroskastökkið á fætur öðru og alltaf er hún að sýna á sér nýja hlið.

góðar stundir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sesselja Óskarsdóttir

Heyhey! Hvernig væri að skella einhverjum af þessum rómuðu kjúklinga-uppskriftum hér  á síðuna og leyfa fleyrum að njóta góðs af???  nammnamm  Búa jafnvel til uppskriftasíðu hér við hliðina

Sesselja Óskarsdóttir, 26.3.2008 kl. 22:22

2 identicon

Já! þetta hefur verið rosalega góð helgi hjá ykkur Skari minn

Það getur stundum verið gott að vera bara heima og njóta hvers annars,er þagi???

Við áttum líka rosalega fína helgi,vorum bara heima að slappa af,geggjað fínt

knús og kossar á alla

Hanna (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 09:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Beitistaðafjölskyldan
Beitistaðafjölskyldan
Þessi bloggsíða mun innihalda upplýsingar um afkomendur hjónanna frá Beitistöðum, Óskars Guðmundssonar og Jóhönnu Ólafsdóttir.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband